8.10.2008 | 20:37
Óendanleg biðin
Bloggar | Breytt 26.10.2008 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2008 | 19:35
Fyrsta flokks kvennalandsliðs fótboltabulla!!
Þá er það komið á hreynt hverja Íslendingar eiga að spila við í umspilinu. Þann 26. október munu Íslensku Stelpurnar mæta Írum úti í Írlandi kl 15:00 að staðartíma og svo er heimaleikur á móti þeim þann 30 október og þann leik fer ég sko á, ekki spurning og finnst mér að allir ættu að koma og stiðja stelpurnar. Þær hafa nú verið að gera það gott undafarið og því trúi ég að við getum komist áfram á Em. Liðið sem er nú er skipað af 18 bestu knattspyrnukonum landsins þannig að við ættum ekki að vera í neinum vandræðum með að vinna þessa leiki og það sakar ekki að Ísland og Írara hafa mæst tvisvar áður og eitt sinn var jafntefli en í annað sinn þá lögðum við þær með fjórum mörkum gegn einu.
Íþróttir | Breytt 31.10.2008 kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2008 | 16:44
Tékið hvað fótboltalúðinn fann
ókei þar sem ég er algjör fótboltalúði þá var ég inn á heimasíðu ksí og þá þetta geðveikt fyndna myndband af landlsiðinu. hérna er linkurinn að því, endilega horfði á það!! http://www.ksi.is/myndbond/nr/6703.
Íþróttir | Breytt 26.10.2008 kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2008 | 18:56
Mínir menn komnir í sjötta sæti
Ákvað að draga upp tölvuna og pikka smá á þessum fallega laugardegi. Eitt það besta sem ég veit er að vakna á laugardagsmorgnum og drífa sig á æfingu. það er eitthvað svo hresandi að hreyfa sig aðeins í byrjun dags og trilla svo heim í góða og langa sturtu. En pabbi verður 40 ára á miðvikudaginn svo þau eru að halda upp á það í dag og auðvitað er börnunum hent úr í pössun á meðan foreldrarnir djamma. En bara rétt í þessu voru mínir menn að lyfta sér upp í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2-0 sigri á Blackburn. Wes Brown koma Manchester yfir á 30 mín eftir sendingu frá Wayen Rooney, sem síðar bætti við marki á 64. mín eftir glæsilega sendingu frá Ronaldo, þetta geta þeir. En annars er ég í góðum málum, einn dagur eftir af helgini og svo byrjar bara skólin aftur á mánudaginn.
Íþróttir | Breytt 26.10.2008 kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2008 | 19:58
sælt veri fólkið
Ókei ég heiti Thelma og er 15 ára Vogamær sem er en að feta sig í hinum stóra heimi og á væntanlega eftir að eiða næstu árum í það. Ég heyri það of að ég sé svoldið geggjuð en hey come on eru það ekki allir? En hvað um það ég æfi knattspyrni með þrótti og vonandi á uppleið. Markmiðið er að gera alltaf mitt besta og ekkert minna en það. Ég á bestustu vini í heimi, ókei ég veit að allir segja það en þið verðið að trúa mér þegar ég segi að MY FRIEND ARE THE BEST!!. Ég get talað við þau um hvað sem er og þau við mig. Svo er það familíjan þau stiðja mig í gegnum hvað sem er. En ef ég dreg þetta allt saman þá er ég bara ein af milljörðum, tíbískur Íslendingur sem stiður Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu af fullum krafti. En svo hvað er í gangi hér á klakanum og bara allstaðar í heiminum í dag. Allt í hers höndum og þjóðin öll í uppnámi. Ég meina ef kennararnir eru að hvertja okkur til að horfa á alþingi og fylgjast með fréttunum þá er eitthvað svaka í gangi.
Bloggar | Breytt 26.10.2008 kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar