Færsluflokkur: Bloggar

Ekkert alvöru dót nú til dags.

hæ...

þá er en einni helgini lokið og vinna og skóli á morgun. það er alveg merkilegt hvernig manni líður eftir að hafa vakað frá 7 um morguninn til 4 um nóttina og svo þurfa að vakan kl 10 morguninn eftir til að fara í vinnuna. þarna á laugardags morguninn þá leið mér eins og ég hafi verið piss full um kvöldið, allavegna held ég að manni líður svona eins og mér leið þá. þetta var alveg hræðilegt. og úr því að ég er ekki í bestu vinnuni til að vera þreytt í þá var þetta ekki neitt sérstaklega gaman. En ég og familían fórum í bæinn og Gunnzi var að skipta dóti sem hann fékk í jólagjöf. Og eins og öll leikföng nú til dags þá var það keypt í Toys r us og allt þetta dót þarna er alveg svaka dýrt. Maður sér alveg hvað dótið hefur hækkað síðan í október. en svo eyddum við alveg massa tíma í að finna eitthvað sem að honum langaði í og á endanum komumst við að því að það er ekkert til af dóti sem að fyrir eldir krakka en 8 ára. Sem að er alveg fáramlegt því að það eru krakkar sem að eru eldri en 8 ára sem að leika sér með dót. ég meina ég lék mér endþá með dót þegar ég var 12 þannig að hvað er málið. það eru ekki til almennilegir rafmagnt bílar eða fótboltar eða neitt. ekki það að ég sé eitthvað á móti búðinni eða neitt þannig. mér finnst þetta bara svoldið stubit. En matur er served þannig að ég fer að hætta þessu.

 

Thelma Rúnars


JÓLAA, JÓLAA, JÓLA

já sælt veri fólkið. það eru víst að koma jól og hér á heimilinu eru allir að ljúka við jólaundirbúninginn. pakka inn gjöfum og strjúka tuskunum yfir borð og hillur. en stelpu skjátan bara komin í sitt síðasta jólafrí í grunnskóla og er bara að fýla það í botn. Er þó ekki alveg komin í jólafrí, þarf að vinna aðeins á þorlák og missi þar að leiðandi af skötunni, sem mér þykir reyndar algjör óþverri. óþolandi þegar maður fer í skötu og lyktar svo eins og kúkur í poka eftir á. Sick Svo var mér boðið í afmæli hjá litlu frænku sem var að verða 5 ára og er barasta að fara í skólann í haust, orðin alveg þvílíkt stór. Annars leggjast jólin bara vel í mig held ég. planið er að éta ekki yfir sig þessi jól, skil ekki hvað fólki finnst gott við það mér líður allavega ekki vel eftir að hafa troðið mig út af góðum mat og geta svo varla labbað eftir á.

Anyways ætla að fara að enda þetta, Vill bara senda öllum mínar bestu óskir um gleðileg jól og hamingjuríkt nýtt ár. Bestu þakkir fyrir liðnar stundir á árinu sem er að líða. hafið það sem allra best yfir hátíðirnar og í guðanabænum ekki éta þar til þið eruð orðin ófær um að labba og fólk farið að biðja ykkur um að færa ykkur svo þau sjái jólatréð.Wink

 

Jólakveðja Thelma Rúnars


hehehehehehe been there, done that!!

Það kúka allir !!!

 

 


Draugadrjóli:

Þú finnur hann koma út en það er enginn kúkur í klóinu þegar þú kíkir.

 

 


Hreinn skítur:

Sá sem þú skítur og sérð í skálinni en það er ekkert á skeinipappírnum.

 

 


Eltikúkur:

Þegar þú ert búin að kúka og búin að girða hálfa leið upp um þig og fattar að þú þarft að kúka meira.

 

 


Sprengja-æð-í-enninu hnulli:

Sá sem þú þarft að hafa svo mikið fyrir að koma frá þér að þú færð næstum slag.

 

 


Dauðadrumbur:

Svo ógeðslega stór að þú þorir ekki að sturta án þess að búta hann í sundur með blýanti.

 

 


Loftpressukúkur:

Kemur með svo miklum látum að allir í kallfæri flissa.

 

 


Þynnkuskita:

Kemur eftir fyllerí. Helsta einkenni hans eru bremsuförin í skálinni.

 

 


Maískúkur:

Skýrir sig sjálfur.

 

 


Ohh-ég-vildi-að-ég-gæti-kúkað kúkur:

Þú þarft að kúka en situr bara á dollunni og fretar.

 

 


Mænustunguskítur:

Þessi er svo brjálæðislega sársaukafullur að þú ert viss um að hann er á leiðinni út þversum.

 

 


Rasskinnableytuþrumari (Orkuþrumari):

Fer út á svo miklum hraða að afturendinn á þér rennbleytist af klósettvatni.

 

 


Háklassakúkur:

Kúkur sem lyktar ekki.

 

 


Óvæntur kúkur:

Þú ert ekki einu sinni á klóinu því þú hélst að þú þyrftir bara að prumpa en... úps, sparð.

 

 


Slórskítur:

Kúkurinn losnar ekki frá rassgatinu á þér þó þú sért búin að kúka fyrr en þú hristir þig vel.

 

 


Atómsprengja:

Þig svíður undan þessum á leiðinni út og svíður enn í marga klukkutíma á eftir.

 

 

 


Mikilmennskukúkur:

þú rembist og rembist og svo kemur eitt pínulítið lambasparð.

 

 

 


Íþróttaálfurinn:

kemur ca. klukkutíma eftir leikfimina.

 

 


Klippikúkur:

sem er svo langur að þú þarft að kúka - klippa - kúka - klippa...


Vantar ekki afþreyingu í lífið

Þessa dagana er allt á fullu. Vaknaði í gærmorgun og var svo uppgefinn að ég drullaðist ekki framúr fyrr en klukkan var að verða 1. Rak svo augun á grein í mogganum um einhverja manngerða eyju, Palm Jumeirah í dubai. þar var verið að opna nýtt lúxus hótel, Atlantis. Þar eru hvítar strendur, vatnsleikjagarðar, heilsulindir, heimsklassa veitingastaðir og fleira. Þyrfti svo að fara í eitthvað líkt þessu til að komast burt af þessum klaka og slaka aðeins á fyrir jólin og allt jólastressið.

Svo var stíll á laugardaginn og það gekk bara vel þar. Var eitthvað að skoða myndir sem voru hengdar upp á vegg í Fífunni og sá mynd af Íslands- og bikarmeisturum 2005. vissi ekki að Edda og Ólína hafi spilað með Breiðablik. Woundering

30 dagar til jóla Shocking

 

 


Fyrirmyndirnar í heimsókn

Það er komin sunnudagur og helgin nær búin. En á fimmtudaginn var forvarnardagur íslands og þessvegna bauð þróttur, björgunarsveitin og fleiri íbúum í vogunum að koma og skemmta sér saman upp í íþróttahús. Svo komu 3 góðir gestir að heimsækja sveitafólkið og það voru engar aðrar en þær Katrín Jónsdóttir #8  og Edda Garðarsdóttir #4 úr íslenska kvennalandsiðinu sem komu og svo koma markakongurinn úr keflavík. En það var æði að fá að hitta stelpurnar og tala við þær. Svo spörkuðu þær aðeins í bolta með okkur og svona. En þetta var bara æði að fá að hitta svona reyndar knattspyrnukonur og geta talað aðeins við þær, sérstaklega einhverjar úr liðinu sem að maður lítur svo upp til. Var að vísu svoldið feimin við að tala eitthvað við þær, tók nú samt í hendina á þeim báðum og kynnti mig en svo hvarf feimnin alveg þegar við vorum að sparka í bolta. Svo varð náttúrulega ekkert annað í stöðunni en að fá eiginhandaráritun frá þeim. sé bara efitr að hafa ekki haft myndavélina með. en þetta var alveg stórbrotinn dagur og ég á alltaf eftir að muna eftir honum, jafnvel þótt ég fái Alchimer.


Vetrarfrí er æði

Hæ... 

Það er yndislegt að vera í skóla. Skvísan bara komin í vetrarfrí og svaka stuð í gangi. Við stelpurnar komumst áfram í stíl og svo er hún Hekla vinkona að fara að syngja á Selfossi þann 7. sept á samsuð. Svo má náttúrulega ekki gleyma því að á sunnudaginn er leikurinn gegn Írum og þann leik verður sko horft á. Við vorum nefnilega að spá að bjóða nokkrum stelpum að horfa á hann heima hjá okkur í heimabíóinu og hafa smá stemmingu. Svo er bara boltaskólinn á eftir, ætli maður sprikli ekki aðeins með litlu stubbunum en svo eru steplurnar að fara að bera út á sama tíma og maður verður víst að mæta í það, þurfum að redda þessu einhvern veginn. En það er ekki svo yndislegt að vera Íslendingur í dag. maður skellir sér ekki í kringluna nú á dögum eins og maður var vanur, það þarf víst að spara. En mín er bara með massa hálsbólgu og kvef þessa dagana.  vorum samt að spá að fara aðeins og skoða í kringlunni um helgina. úr því að það er farið að snjóa þá þarf að fá sér einhverja úlpu. Langaði geðveikt í zo-on úlpuna sem var á intersport blaðinu en hún var ekki til í minni stærð þannig að það þurfti að bíða með það. Angry er að vona að hún sé til núna. Tounge

 


hver segir að auglýsingar séu leiðinlegar?

Þú getur ekki annað en hlegið að þessari:

http://kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=0&ba=leita&leit=hænur&id=3765

Hef enn ekki hitt neina manneskju sem finnst þetta ekki fyndið.


Slapleiki eða hvað?

Dagarnir líða mjög hratt eins og venjulega þrátt fyrir Kreppuna. Það er sem betur fer komin föstudagur og helgin ekki langt undan. En stelpu skjátan var bara heima í dag upp í rúmi. Bara geðveikur hausverkur og einkur slapleiki. en maður hristi það nú af sér eins og margt annað og drullaðist á æfingu áðan. þar sem það var engin þjálfari þá tókum við bara leik og skemmtum okkur aðeins. Svo voru stubbarnir í boltaskólanum eftir æfingu og stelpurnar í boltanum voru very nice og hjálpuðu okkur að setja allt upp og nokkrar af þeim voru og hjálpuðu með stubbana líka. en svo er bæjar ferð á morgun með famelíjunni að kaupa úlpu og skíðabuxur og ég er líka mikið að pæla í því að láta merkja mancherster treyjuna mína í leiðinni.


Óendanleg biðin

það virðist sem heil eilífð að bíða eftir einhverju sem er þó svo stutt í. Í dag átti að skila inn stíl teikningunum og úrslitin liggja fyrir á mánudaginn. þó það sé svo stutt í það þá get ég ekki beiðið eftir að fá að vita hvort að við höfum komist inn. við stelpurnar vorum að hamast við að klára þetta í gærkvöldi. annað sem ég er að láta mér hlakka til er leikurinn á móti Írum þann 26 okt. við ætlum sko að komst inn á hm 2009. Svo á hann gamli 40 ára afmæli í dag og hann fær hér afmæliskveðju frá litlu stelpuni sinni. Til hamingju með afmælið Pabbi gamli:D

sælt veri fólkið

Ókei ég heiti Thelma og er 15 ára Vogamær sem er en að feta sig í hinum stóra heimi og á væntanlega eftir að eiða næstu árum í það.  Ég heyri það of að ég sé svoldið geggjuð en hey come on eru það ekki allir?  En hvað um það ég æfi knattspyrni með þrótti og vonandi á uppleið. Markmiðið er að gera alltaf mitt besta og ekkert minna en það. Ég á bestustu vini í heimi, ókei ég veit að allir segja það en þið verðið að trúa mér þegar ég segi að MY FRIEND ARE THE BEST!!. Ég get talað við þau um hvað sem er og þau við mig. Svo er það familíjan þau stiðja mig í gegnum hvað sem er. En ef ég dreg þetta allt saman þá er ég bara ein af milljörðum, tíbískur Íslendingur sem stiður Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu af fullum krafti. En svo hvað er í gangi hér á klakanum og bara allstaðar í heiminum í dag. Allt í hers höndum og þjóðin öll í uppnámi. Ég meina ef kennararnir eru að hvertja okkur til að horfa á alþingi og fylgjast með fréttunum þá er eitthvað svaka í gangi.


Höfundur

Thelma Rún Rúnarsdóttir
Thelma Rún Rúnarsdóttir
Knattspyrnukona, íþróttalúði og pælari sem þarf að hafa skoðun á öllu :D

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband