Færsluflokkur: Íþróttir
31.10.2008 | 20:41
Ísland á Em!!!
já þar hafi þið það Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er á leið á Em í ágúst á næsta ári í Finnlandi. það eru þegar komin 3 mögguleg lið sem að ísland keppir fyrsta leikinn við og þau eru Finnar, þjóðverjar og svíar. En leikurinn fór snilldarlega. auðvitað fór bullan á völlinn til að stiðja stelpurnar okkar. Það var geðveik stemming og ekki veiti af því að völlurinn var meira eins og svell. en stelpurnar tóku þá ákvörðun að taka þetta á jákvæðu nótunum, annað en þær írsku gerðu sem eiddu leiknum meira í að kvarta heldur en að spila fótbolta. þjálfari íra var alveg hundfúll yfir þessu öllu saman. En fyrsta markið kom þegar Ásta Árnadóttir hljóp upp hægri kanntinn á 23. mín, sendi boltann fyrir, boltinn fór þar af varnarmanni og út á Dóru Maríu Lárusdóttur sem að skoraði með fallegu skoti yfir markmann Íra. Staðan orðin góð fyrir íslenska liðið en heldur róaðist leikurinn eftir markið en undirtökin voru ætíð Íslands. Íslensku stelpurnar voru mun hættulegri fram á við en vantaði nauðsynlega mark til að létta á spennunni. Það kom á 60. mínútu þegar Dóra María gaf góða sendingu fyrir markið og þar var Margét Lára mætt og skallaði boltann í netið. Níu mínútum síðar kom þriðja markið og þá snerist dæmið við. Margrét Lára sendi boltann innfyrir á Dóru Maríu sem afgreiddi boltann glæsilega í netið. Þar með var nokkuð ljóst að markinu var náð og þegar Christine Beck, þýskur dómari leiksins, flautaði til leiksloka braust út mikill fögnaður á Laugardalsvelli. á leikinn komu 4.729 áhorfendum sem höfðu verið gríðarlega vel með á nótunum allan leikinn. Það var æði að vera staddur á vellinum þegar þrátt fyrir kuldan, maður þurfti bara að kvetja í sig hitan og þá var þetta bara æðislegt að geta verið þarna og horft á stelpurnar komast inn á Em.
Stelpurnar fagna fyrsta markinu sem Dóra skoraði.
Ólína faðmar hér Dóru Stefánsdóttir sem grætur úr gleði.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.10.2008 | 15:33
99% vonbrygði!!
Það er kominn sunnudagur og leikurinn er byrjaður. En slæmu fréttirnar eru þær að Ríkissjónvarpið gat ekki drullast til að sína leikinn í sjónvarpinu. Ég meina þetta er einn mikilvægasti knattspyrnuleikur á íslandi, hann gæti sagt til um hvort við komumst á Em á næsta ári og þau ákveða að vera með lýsingu á honum í útvarpinu.Ég varð fyrir miklum vonbrygðum út af þessu. Svo er það sem mér finnst mest asnalegt með þetta er það að þau ætla að sýna leikinn í sjónvarpinu þegar hann verður heim. Þú veist HALLÓ það er verið að reyna að fá sem flesta á völlun til að hvetja stelpurnar áfram þegar þær spila á klakanum en svo sýna þau hann bara í tv-inu og þá situr fólk náttúrulega bara heima og horfir á hann þar. En svo er það góðu fréttirnar. þar sem það þarf að hlusta á leikinn í útvarpinu þá var ég að heyra rétt í þessu að hún Hólmfríður Magnúsdóttir hafi komið íslandi yfir á fyrstu mínútu í fyrstu sókn og staðan er því 0-1 fyrir okkur sem er alveg frábært. Svo hef ég ekkert heyrt meira því að þau eru að spila lög á milli í staðin fyrir að vera með beina lýsingu af leiknum allan tíman sem er frekar fúlt sko. En þetta þýðir einfaldlega að maður verður bara að horfa á fréttirnar í kvöld til að sjá íþróttirnar og svo er bara að láta sér hlakka enþá meira til að sjá þær spila á Laugardalsvellinum á fimmtudaginn. Við stelpurnar í fótboltanum ætlum að fara og horfa allar saman. þetta verður alveg æði.
Áfram Ísland
Íþróttir | Breytt 31.10.2008 kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.10.2008 | 19:35
Fyrsta flokks kvennalandsliðs fótboltabulla!!
Þá er það komið á hreynt hverja Íslendingar eiga að spila við í umspilinu. Þann 26. október munu Íslensku Stelpurnar mæta Írum úti í Írlandi kl 15:00 að staðartíma og svo er heimaleikur á móti þeim þann 30 október og þann leik fer ég sko á, ekki spurning og finnst mér að allir ættu að koma og stiðja stelpurnar. Þær hafa nú verið að gera það gott undafarið og því trúi ég að við getum komist áfram á Em. Liðið sem er nú er skipað af 18 bestu knattspyrnukonum landsins þannig að við ættum ekki að vera í neinum vandræðum með að vinna þessa leiki og það sakar ekki að Ísland og Írara hafa mæst tvisvar áður og eitt sinn var jafntefli en í annað sinn þá lögðum við þær með fjórum mörkum gegn einu.
Íþróttir | Breytt 31.10.2008 kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2008 | 16:44
Tékið hvað fótboltalúðinn fann
ókei þar sem ég er algjör fótboltalúði þá var ég inn á heimasíðu ksí og þá þetta geðveikt fyndna myndband af landlsiðinu. hérna er linkurinn að því, endilega horfði á það!! http://www.ksi.is/myndbond/nr/6703.
Íþróttir | Breytt 26.10.2008 kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2008 | 18:56
Mínir menn komnir í sjötta sæti
Ákvað að draga upp tölvuna og pikka smá á þessum fallega laugardegi. Eitt það besta sem ég veit er að vakna á laugardagsmorgnum og drífa sig á æfingu. það er eitthvað svo hresandi að hreyfa sig aðeins í byrjun dags og trilla svo heim í góða og langa sturtu. En pabbi verður 40 ára á miðvikudaginn svo þau eru að halda upp á það í dag og auðvitað er börnunum hent úr í pössun á meðan foreldrarnir djamma. En bara rétt í þessu voru mínir menn að lyfta sér upp í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2-0 sigri á Blackburn. Wes Brown koma Manchester yfir á 30 mín eftir sendingu frá Wayen Rooney, sem síðar bætti við marki á 64. mín eftir glæsilega sendingu frá Ronaldo, þetta geta þeir. En annars er ég í góðum málum, einn dagur eftir af helgini og svo byrjar bara skólin aftur á mánudaginn.
Íþróttir | Breytt 26.10.2008 kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar