22.10.2008 | 14:31
Vetrarfrí er æði
Hæ...
Það er yndislegt að vera í skóla. Skvísan bara komin í vetrarfrí og svaka stuð í gangi. Við stelpurnar komumst áfram í stíl og svo er hún Hekla vinkona að fara að syngja á Selfossi þann 7. sept á samsuð. Svo má náttúrulega ekki gleyma því að á sunnudaginn er leikurinn gegn Írum og þann leik verður sko horft á. Við vorum nefnilega að spá að bjóða nokkrum stelpum að horfa á hann heima hjá okkur í heimabíóinu og hafa smá stemmingu. Svo er bara boltaskólinn á eftir, ætli maður sprikli ekki aðeins með litlu stubbunum en svo eru steplurnar að fara að bera út á sama tíma og maður verður víst að mæta í það, þurfum að redda þessu einhvern veginn. En það er ekki svo yndislegt að vera Íslendingur í dag. maður skellir sér ekki í kringluna nú á dögum eins og maður var vanur, það þarf víst að spara. En mín er bara með massa hálsbólgu og kvef þessa dagana. vorum samt að spá að fara aðeins og skoða í kringlunni um helgina. úr því að það er farið að snjóa þá þarf að fá sér einhverja úlpu. Langaði geðveikt í zo-on úlpuna sem var á intersport blaðinu en hún var ekki til í minni stærð þannig að það þurfti að bíða með það. er að vona að hún sé til núna.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.