26.10.2008 | 15:33
99% vonbrygði!!
Það er kominn sunnudagur og leikurinn er byrjaður. En slæmu fréttirnar eru þær að Ríkissjónvarpið gat ekki drullast til að sína leikinn í sjónvarpinu. Ég meina þetta er einn mikilvægasti knattspyrnuleikur á íslandi, hann gæti sagt til um hvort við komumst á Em á næsta ári og þau ákveða að vera með lýsingu á honum í útvarpinu.Ég varð fyrir miklum vonbrygðum út af þessu. Svo er það sem mér finnst mest asnalegt með þetta er það að þau ætla að sýna leikinn í sjónvarpinu þegar hann verður heim. Þú veist HALLÓ það er verið að reyna að fá sem flesta á völlun til að hvetja stelpurnar áfram þegar þær spila á klakanum en svo sýna þau hann bara í tv-inu og þá situr fólk náttúrulega bara heima og horfir á hann þar. En svo er það góðu fréttirnar. þar sem það þarf að hlusta á leikinn í útvarpinu þá var ég að heyra rétt í þessu að hún Hólmfríður Magnúsdóttir hafi komið íslandi yfir á fyrstu mínútu í fyrstu sókn og staðan er því 0-1 fyrir okkur sem er alveg frábært. Svo hef ég ekkert heyrt meira því að þau eru að spila lög á milli í staðin fyrir að vera með beina lýsingu af leiknum allan tíman sem er frekar fúlt sko. En þetta þýðir einfaldlega að maður verður bara að horfa á fréttirnar í kvöld til að sjá íþróttirnar og svo er bara að láta sér hlakka enþá meira til að sjá þær spila á Laugardalsvellinum á fimmtudaginn. Við stelpurnar í fótboltanum ætlum að fara og horfa allar saman. þetta verður alveg æði.
Áfram Ísland
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég var líka mjög fúl og pirruð þegar ég frétti að leikurinn yrði ekki sýndur í sjónvarpinu, en ég kynnti mér málið frekar og fékk þær upplýsingar að sjónvarpið hefði gert alls sem þeir gátu til þess sýna leikinn en það var bara enginn áhugi hjá Írum að sjónvarpa hann, þeir báðust meira að segja til þess að sjá um að taka hann upp og allt ef Írar væru til í að borga helming af kostnaðinum á móti þeim, en þeir vildu það ekki... Það er bara of dýrt fyrir litla Ísland að borga allan kosnaðinn sjálfir.. þeir reyndu að gera sem best úr þessu og senda mann frá rúv til að lýsa leiknum í útvarpinu, en því miður komu upp einhverjir tæknilegir örðuleikar þannig að það gekk ekki heldur upp...:( þeir sendu aftur á móti einn myndatöku mann frá sjónvarpinu til að taka upp leikinn til þess að hægt væri að sýna myndir frá leiknum í fréttunum...
Stuðningsaðili kvennalandsliðsins (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 17:10
þá er það allt annað ég hélt a ð þeir vildu bara ekki sýna hann. en takk fyrir að segja mér þetta, snýr öllu við. þá er maður bara þakklátur fyrir að hafa getað hlustað á hann í útvarpinu.
Thelma (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.