9.11.2008 | 15:09
Fyrirmyndirnar í heimsókn
Það er komin sunnudagur og helgin nær búin. En á fimmtudaginn var forvarnardagur íslands og þessvegna bauð þróttur, björgunarsveitin og fleiri íbúum í vogunum að koma og skemmta sér saman upp í íþróttahús. Svo komu 3 góðir gestir að heimsækja sveitafólkið og það voru engar aðrar en þær Katrín Jónsdóttir #8 og Edda Garðarsdóttir #4 úr íslenska kvennalandsiðinu sem komu og svo koma markakongurinn úr keflavík. En það var æði að fá að hitta stelpurnar og tala við þær. Svo spörkuðu þær aðeins í bolta með okkur og svona. En þetta var bara æði að fá að hitta svona reyndar knattspyrnukonur og geta talað aðeins við þær, sérstaklega einhverjar úr liðinu sem að maður lítur svo upp til. Var að vísu svoldið feimin við að tala eitthvað við þær, tók nú samt í hendina á þeim báðum og kynnti mig en svo hvarf feimnin alveg þegar við vorum að sparka í bolta. Svo varð náttúrulega ekkert annað í stöðunni en að fá eiginhandaráritun frá þeim. sé bara efitr að hafa ekki haft myndavélina með. en þetta var alveg stórbrotinn dagur og ég á alltaf eftir að muna eftir honum, jafnvel þótt ég fái Alchimer.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.