22.12.2008 | 19:13
JÓLAA, JÓLAA, JÓLA
já sælt veri fólkið. það eru víst að koma jól og hér á heimilinu eru allir að ljúka við jólaundirbúninginn. pakka inn gjöfum og strjúka tuskunum yfir borð og hillur. en stelpu skjátan bara komin í sitt síðasta jólafrí í grunnskóla og er bara að fýla það í botn. Er þó ekki alveg komin í jólafrí, þarf að vinna aðeins á þorlák og missi þar að leiðandi af skötunni, sem mér þykir reyndar algjör óþverri. óþolandi þegar maður fer í skötu og lyktar svo eins og kúkur í poka eftir á. Svo var mér boðið í afmæli hjá litlu frænku sem var að verða 5 ára og er barasta að fara í skólann í haust, orðin alveg þvílíkt stór. Annars leggjast jólin bara vel í mig held ég. planið er að éta ekki yfir sig þessi jól, skil ekki hvað fólki finnst gott við það mér líður allavega ekki vel eftir að hafa troðið mig út af góðum mat og geta svo varla labbað eftir á.
Anyways ætla að fara að enda þetta, Vill bara senda öllum mínar bestu óskir um gleðileg jól og hamingjuríkt nýtt ár. Bestu þakkir fyrir liðnar stundir á árinu sem er að líða. hafið það sem allra best yfir hátíðirnar og í guðanabænum ekki éta þar til þið eruð orðin ófær um að labba og fólk farið að biðja ykkur um að færa ykkur svo þau sjái jólatréð.
Jólakveðja Thelma Rúnars
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.